Converge eru:
Jacob Bannon - Vocals
Kurt Ballou - Guitars
Nate Newton - Bass
Ben Koller - Drums

Converge er ein áhrifamesta hljómsveit í hardcore geiranum. Þessir kappar eru engir ungliðar enda eru þeir búnir að vera starfandi síðan 1991 reyndar hafa einhverjar mannabreytingar í gegnum árin. En það eru þeir Jacob Bannon og Kurt Ballou sem að stofnuðu bandið.
Converge er einstök blanda af hardcori, metal og punk rokki. og textarnir eru rosalegir. Ef ÞÚ hefur ekki en heyrt í þessu bandi tjekkaðu á því NÚNA.

<a href="http://www.convergecult.com/video.html#“> hérna </a> eru 3 myndbönd með converge


1996 gaf Hydra head rec út diskinn Caring and killing sem er samansafn af upptökum þeirra converge kappa frá 1991 til 1994 Collection CD

Árið 1997 skrifuðu þeir undir plötusamning hjá Hydra head sem hefur gefið út allar breiðskífur þeirra félaga hingað til.

Fyrsta breiðskífan kom út árið 1997 og heitir hún ”Petitioning the Empty Sky“ þessi plata braut blað í sögu hardcorsins í tónlist, hönnun á coverinu, og textagerð.

Önnur breiðskífa þeirra kom út 1998 gáfu þeir út diskinn ”When Forever Comes Crashing“ og var það enginn annar en Steve Austin(maðurinn á bakvið Today is the day) sem pródúseraði þessa plötu. Austin keimurinn heyrist vel á plötunni.

Árið 1999 gaf Relapse rec út split plötu milli Converge og Grindcore brjálæðingana í Agoraphobic Nosebleed. Hydra Head Rec sáum um að gefa þetta út á vínyl. Þetta er eitt það sjúkasta ”hjónaband“ í sögu tónlistar. Og er útgáfa þessi algjör skildueign allra sem að fýla ”öfga“ tónlist.

2001 leiddu Converge og japanska bandið Hellchild saman hesta sína og gerðu splitt plötu saman. <a href=”http://www.deathwishinc.com/“>Deathwish</a> útgáfan gaf þennan disk út og er þetta útgáfan sem að startaði þessu plötufyrirtæki sem er í eigu Jacob Bannon söngvara Converge. Bastardized
rec í þýskalandi sá um að gefa út lita vínyl af þessu splitti( blóðslettu vínilynn) en Bastardized gáfu einmitt út splittið milli snafu og since the day á síðasta ári.

Á því herrans ári 2001 gáfu Converge einnig út þriðju breiðskífu sína sem ber nafnið ”Jane Doe“ Matt Ellard (Weezer, Motorhead, Wilco, Dave Navarro) pródúseraði þessa plötu. Jacob var nýhættur með kærustunni sinni þegar þeir hófu upptökur á plötunni og er er þetta mjög tilfinngarík plata.
allt við þessa plötu er flott. hönnun coversins og tónlistin eru í hæsta gæðaflokki. Jacob Bannon er grafískur hönnuður og sá hann um artwork á coverinu


Fyrir stuttu kom út platan unloved and weeded out sem er gefin út á <a href=”http://www.deathwishinc.com/“>Deathwish</a> útgáfunn sem er í eigu Jacobs Bannon söngvara sveitarinnar.
Útgáfan unloved and weeded out er samansafn af gömlum upptökum sem sumar rötuðu á einhverja safndiska eða 7” sem eru ófánanlegar í dag einnig eru live og demo upptökur á þessum disk. Kurt Ballou gítarleikari sveitarinnar pródúseraði lögin á þessari útgáfu í stúdíóinu sínu God city en hann er búinn að vera að taka upp mikið af efni með hinum og þessum hljómsveitum þar undanfarið.

það var að koma út á <a href=http://www.initialrecords.com“>initial rec</a> black flag tribute diskur og eiga converge m.a. lag á þessum diska ásamt fleiri góðum böndum einsog Coalesce, playing enemy, Dillinger escape plan og american nighmare ofl.

í lok mars kemur út dvd diskurinn The long road home en hann inniheldur meðal annars 3 heila tónleika með converge ásamt fjöldan allan af live upptökum. <a href=”http://www.deathwishinc.com/">Deathwish</a> gefur út þennan dvd disk


Ég vona að einhverjir eigi eftir að kynna sér þetta frábæra band.