Murderdolls - Beyond the valley of the Murderdolls Ég hafði aldrei fílað Goth þangað til að ég eignaðist þennan disk.
Murderdolls er tiltörulega ný hljómsveit og Beyond the valley of the Murderdolls er þeirra fyrsta plata og kom hún mér ótrúlega á óvart.
Bandið samanstendur af þeim Joey Jordison (trommarinn úr Slipknot!), Eric, Tripp (úr Static X (drullugott band)), Ben og Wednesday 13. ROKK OG RÓL!!!!

Slit My Wrist: Virkilega gott byrjunarlag með skemmtilegu intro og það rokkar vel í gegn (eins og öll lögin)

Twist My Sister: Persónulega finnst mér þetta besta lag plötunnar. Viðlagið er mjög einfalt en ótrúlega grípandi og heillaðist ég af því í fyrstu hlustun.

Dead In Hollywood: Fyrsta smáskífulag plötunnar og drullugóð melódía! Þetta lag er mjög einkennandi fyrir Murderdolls. Það rennur vel í gegn og rokkar feitt, jafnvel við hundruðustu hlustun.

Love at first fright: Skemmtilega öðruvísi lag. Lagið fjallar um stelpuna í Exorcist og ást söngvaranns á henni. virkilega flott lag og frábær texti. Ég mæli með mikilli hlustun á melódíu þessarri.

People Hate Me: Lag númer fimm er oft lagið þar sem stemmingin á diskum deyr. Þetta lag er ALGJÖRLEG undantekning frá reglu þeirri. Lagið einkennist af geðveikum gítarriffum og flottri samhæfingu á milli söngs og gítars. Netta lagið!

She was a teenage zombie: Virkilega “Katshjí” viðlag og töff texti. Itroið er frábært og rokkar spikfeitt og rokkið hættir ekki fyrr en laginu lýkur. Lagið er einnig mjög einkennandi fyrir Murderdolls og lýkist frekar Love at first fright.

Die My Bride: Glæsilegt lag. Virkilega nastí texti og feitt rokk út í gegn. Lagið er einkennandi fyrir reiðina og illskuna sem á disknum ríkir.

Grave Robbing USA: Introið er hrein snilld, þar sem meðlimir Murderdolls eru að grafa upp lík til að hafa líkamlegt samræði við. Melódía þessi er enn eitt lagið sem einkennir diskinn og er ótrúlega rokkað og feitt miðað við hve langt er liðið á hann.

197666: Rokkið byrjar strax svo að fólk haldist vakandi (sem er reyndar óþarfi) og endist lygilega vel út í gegn. Lagið er gott, eins og restin af disknum og verður ekki leiðinlegt með tímanum. Textinn er keimlíkur textanum í People Hate Me.

Dawn of the dead: Þetta má kalla rólegasta lagið á disknum. Það er rokkað út í gegn, en samt er aðeins rólegri stemming yfir því en restinni. Frekar melódískt eins og mörg önnur. Mætti kalla eitt af bestu lögunum!

Let's go to war: Nu-metal meets 80' metall. Þungt nútíma riff með geiðveiku 80's viðlagi. Góð blanda og fjörug. Kúl og rennur vel!

Dressed to depress: Mætti kalla fyrsta lagið af síðustu lögunum. Frekar mikil High school stemming. Eitt af lögunum sem að kunna að gleymast og týnast á milli hinna laganna. Ekkert nýtt né sérstakt, en flott lag engu að síður.

Kill miss America: Frekar sicko texti (sem að er bara kúl!) um brjálæðing sem ætlar að drepa miss America til að vinna titilinn sjálfur. Maður er kannski búinn að missa athyglina þegar röðin er komin að þessu lagi. Töff út í gegn og er yfir höfuð bara fínasta lag.

B-Movie scream queen: Byrjar á töff muted gítar. Grípandi riff tekur við og frekar hresst út í gegn! Maður á helst von á því að diskurinn væri saman sem búinn þarna. Í staðinn kemur þetta hressa og grípandi lag. Bara gaman!

Motherfucker, I don't care: Hérna koma skilaboð disksins í ljós. Alls ekki klassískt lokalag og alveg sama stemmingin og í fyrsta laginu. Þetta er “fuck you” lagið á disknum sem að er til allra sem að eru í fílu útí tónlistina. Þeim er drullusama um álit manns og segja barra fokk jú!

Ég mæli sterklega með MIKILLI hlustun á plötunni og jákvæðu viðhorfi. Verkið er ein besta metalplata okkar samtíma (má ég segja þetta?)

-Murderdoll & MAX1MO
Sprankton