Converge Mér hefur fundist vanta mikið upp á umfjöllun um eitthvað annað en death/black metal hérna.. þannig að ég ætla að skrifa um hljómsveitina Converge sem er hardcore band frá Boston.

Converge eru eitt af áhrifamestu böndunum sem eru í þessu aggressive hardcore. Þeir ruddu nýja braut sem mjög margir reyna að fylgja eftir en fáum tekst það. Converge blandar saman öllu því besta úr hardcore, metal og pönkrokki og bæta við einhverjum ljóðrænastu og ódæmigerðustu (sorry man ekkert betra orð fyrir þetta..) textum sem finnast.

Hljómsveitin var stofnuð árið 1991 af þeim Jacob Bannon (söngvara og textahöfundi) og Kurt Ballou (gítarleikara) og eru nú búnir að halda lífi (sem hljómsveit) í tíu ár, með hjálp endalausra EP útgáfna, KLIKKAÐRI sviðsframkomu og non-stop túrum.

Ég er ekki allveg með meðlimasöguna á hreinu en núverandi line-up er þetta:
Jacob Bannon - söngur
Kurt Ballou - Gítar
Nate Newton - Bassi
Ben Koller - Trommur
Aaron Dalbec hætti í bandinu á seinasta ári en hann spilaði á gítar.

árið 1997 skrifuðu þeir undir samning við Equal Vision Records. Sama ár gáfu þeir út plötuna frábæru “Petitioning the Empty Sky” á CD/LP. Þessi diskur umbylti aggressive hardcore samfélaginu gjörsamlega. Aggressive músík blöð útum allan heim segja að þessi diskur hafi sett nýjan standard í senuna, ekki aðeins tónlistarlega séð og tæknilegrar færni heldur líka hvernig diskurinn kemur fram sjónrænt, artworkið, og textarnir.

Árið 1998 gáfu þeir út diskinn “When forever comes crashing” á CD og LP. Þá var höfðu þeir ekki hugsað sér að geta farið lengra í að vera aggressive og harðir. Diskurinn var pródúseraður af Steve Austin (sem er einnig þekktur fyrir að hafa pródúserað Today is the day). Þessi 11 laga lexía í tónlistarlegri dýpt skildi marga hlustendurna eftir orðlausa… og einusinni enn hækkuðu Converge standardinn í tónlist sem kemur beint frá sálinni, og skopunargáfu á algjörlega nýtt stig.

Seint á árinu 1999 gerðu Converge split disk með grind meisturunum í Agoraphobic Nosebleed. Diskurinn heitir “The Poacher Diaries”. og er gefinn út af “Relapse” og “Release Entertainment” á geislandisk, en “Hydra Head Records” á vinyl. Þessi blanda af sjúklegheitum og brjálæði var tónlistarlegur hvirfilbylur, flókin tónlist en samt brutal. Bæði böndin voru að stíga ný skref með þessum disk. frábær diskur!! get ekki sagt annað..

2001 gáfu þeir út annað split með Hellchild frá japan á Deathwish útgáfufyrirtækinu. Ég hef eginlega ekkert heyrt af þeim disk þannig að ég ætla að sleppa því að tala um hann…

4. SEPTEMBER 2001!! þá gerðist allt! Converge gáfu út besta disk sem hægt er að hugsa sér að hljómsveit geri! Þessi diskur, “Jane Doe” sem er gefinn út af Deathwish er ALLT! hann er það brjálæðasta og um leið það sorglegasta sem ég hef heyrt! ég fæ gæsahúð við að hugsa um þennan disk. Tilfinningarnar og brjálæðið hreinlega stoppa ekki! Maður getur svo vel heyrt biturleikann og reiðina. Fyrst þegar ég hlustaði á diskinn fannst mér hann bara svona finn, en þegar maður er búinn að hlusta á hann nokkrum sinnum í gegn þá getur maður ekki verið kjurr þegar maður hlustar á hann.. manni langar að að gjörsamlega rústa öllu. og þegar maður hlustar á seinasta lagið sem er um leið titillagið á disknum, langar manni bara að hlaupa eins langt í burtu og maður getur frá öllu… diskurinn er um leið mjög listrænn, ekki bara coverið og lúkkið á þessu öllu.. heldur er tónlistin mjög táknræn fyrir það sem er að gerast í textunum. og textarnir eru hrein fullkomnun…
hér er það sem www.impactpress.com hafði að segja um diskinn:

“I can honestly tell you that I have never heard a song like ”Concubine,“the opening track to Jane Doe. Immediately, the churning guitar sound of metal mixed with hardcore attacks your ears and causes internal bleeding. Vocalist Jacob Bannon does his best to physically injure you with his high pitched scream. Suddenly, Slayer-like guitar licks will literally give you goose bumps due to their unexpected appearance. My reaction to this song repeated itself with each subsequent track, for a total of 12 tracks of pain inducing bliss.”


Hver sá sem hefur ekki heyrt í þessari snilld… ég skipa honum að tékka á þessu!
hérna má sjá glæ nýtt myndband við tvö fyrstu lögin af Jane Doe (sama myndbandið) http://www.convergecult.com/video.html#