Amen - Amen Amen – Amen

Ég rakst á þess hljómsveit fyrir mjög stuttu og verð að segja að textarnir sem þeir gera lýsa mjög vel því sem er í gangi eins og í fyrsta laginu á þessum disk sem hefur það skemmtilega heiti “Coma America”. Þetta eru stutt, kröftug og geðveik lög og ég mæli með því að þið hludtið á hann ef þið hafið ekki gert það.

Ég hef verið að lesa sumar af gagnrýnunum mínum og hef komist að því að sumt af því er soldil steypa þannig að ég biðst afsökunar ef þessi grein er eitthvað þannig. Samt sem áður þá er þetta góður diskur og ætti að fara á Gagnrýni-kubbinn.


Coma America: Eitt af bestu lögunum á þessum disk. Mjög einföld laglína eins og í flestum lögunum og riffin renna gegnum lagið frekar óbreytt. Mér finnst að því eigi ekki að breyta þegar kemur að þessari týpu af tónlist.

Down Human: Sona lalala lag, ekki neitt til að hrópa húrra fyrir, fyrir utan chorusinum, hann er magnaður og kemur laginu í það fjör sem ég býst við að eigi að vera, en það er fljótt að fara. Sona miðlungsgott lag.

Drive: Skemmtilegt lag og kemur manni í stuð. Mér finnst sérstaklega flott hvernig gítararnir vinna saman án þess að gera einhver sóló dauðans. Þetta kalla ég góða samhæfingu, mikið betri en ég hef heyrt í KoRn, þá höltu sveit.

No Cure For The Pure: Ég hreinlega elska þetta lag. Byrjar rólega og fer síðan yfir í þessi þvílíku öskur og læti og síðan strax í chorusinn. Þetta gerist einhvernveginn mikið hraðar þegar ég skrifa þetta á meðan ég hlusta á þetta lag. Skrýtið. Svo gengur þetta lag í einhverja mínutu þar til bridge-ið kemur og ég verð að segja að þetta er helvíti flott alltsaman. Ekkert að þessu lagi fyrir utan tíminn á laginu sem er um þrjár og hálf mínúta.

When A Man Dies A Woman: Gott lag. Svolítið keimlíkt laginu á undan en hefur samt sinn frumleika. Það er reynda ekki mikið um þetta lag að segja :-/

Unclean: Ég er ekki nógu sáttur við þetta lag. Það hefur ekki neitt chorus eða bridge sem sker sig úr laginu á sérstæðan hátt. En það er bara mín skoðun. Auðvitað þurfa lög ekki að vera öll eftir sömu formúlunni, annars væri ekkert um að vera.

I Don’t Sleep: Kröftug byrjun að annars ágætu lagi. Gítarspilið fær mann til að hugsa að svona þyrftu nü-metalhljómsveitir að hljóma til að gera góða tónlist. Annars er þetta ekki einu sinni líkt nü-metal þannig að ég þakka fyrir það. Eini gallinn við þetta lag er hversu stutt það er. Ég veit að það er þeirra stíll en þetta er nú aðeins of stutt. Ég meina þeir gætu alveg notað chorusinn nokkrum sinnum í þessu lagi í staðinn fyrir að not’ann bara einu sinni.

TV Womb: Æ, mér finnst þetta lag ekki mjög gott, þarf að gefa því meiri séns, en það eru þó ágætis kaflar sem fara strax og þeir koma. Ehh, ekki mikið um þetta lag að skrifa.

Private: Ég alveg hreint dýrka þetta lag, svo frábært þegar þeir eru sona ómelódískir og síðan koma þeir með einhverja flottustu chorus melódíur og eru áfram jafnharðir allt lagið. Hrein snilld.

Everything Is Untrue: Önnur hrein snilld!!!!! Fullt af flottum einföldum riffum og maður fer að hugsa, hversu hugmyndaríkur getur maður verið ef maður getur fundið eitthvað nýtt riff, þegar maður heldur að það sé frekar takmarkað miðað við einfaldleika? Ef þú skilur spurninguna þá ertu ótrúlegur.

The Last Time: Fínt lag, fínt lag. Besta lagið? Ég veit það ekki, það er erfitt að segja.

Fevered: Gott lag, en ég heyri ekki neitt sem þeir hafa ekki notað fyrr á þessari plötu, sem mér finnst fúlt. Allavega er þetta gott að því leyti að þetta er þungt, kröftugt, hratt og vel samið.

Broken Design: Þetta stef minnir á eitthvað indie-rokk, sem gerir það flott útaf því að þetta hljómar næstum ekkert þannig. Gaman að hlusta á eitthvað svona og þeir nota stef allt öðruvísi en maður myndi búast við.

Resignation/Naked And Voilent: Kröftugt síðastalag. Og þegar maður heldur að lagið sé byrjað að þreytast, þá kemur chorusinn og lagar það allt saman. En það sem þetta lag hefur en hin lögin ekki á þessum disk er að þetta lag er lengra en venjulegra og þá er lengra bridge og mér finnst geðveikt hvernig þeir spila þetta. Einskonar reglubundið chaos. GEÐVEIKT!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Platan í heild sinni er að mínu mati mjög góð hlustun og ég hlusta á þennan disk mjög reglulega og ég hef ekki fengið leið á honum ennþá.

Stjörnugjöf: fjórar og hálf stjarna af fimm.

Weedy