Ég ætla renna létt í gegnum sögu Þýsku þungarokks hljómsveitarinnar Helloween. Dagar Helloween byrja um 1979 þegar að gítarleikararnir Kai Hansen og Piet Sielck voru í bandi sem kallaðist “Gentry”. Eftir mikið af mannabreytingum í bandinu á timabilinu 1979-1983 breyttu þeir loksins nafninu á bandinu í “IRONFIST”. Þá voru komnir til liðs við þá þeir Ingo Schwichtenberg á trommum og Markus Grosskoph á bassa. Piet hætti síðan í bandinu og í hans stað kom snilldar gítarleikari og lagahöfundur að nafni Michael Weikath(Weiki). Þá var nafninu breytt í Helloween. Árið 1984 tók bandið upp 2lög á plötu fyrir plötufyrirtækið “NOISE”. Platan var kölluð “DEATH METAL” og innleggin frá bandinu voru lögin “Oernst For Life” sem að Weiki samdi og svo frumstæð útgáfa af “Metal Invaders”. Árið 1985 hljóðritaði bandið sína fyrstu plötu sem var bara einfaldlega kölluð: “HELLOWEEN” þessi litla 5 laga plata varð síðar þekkt sem “MINI LP”. Seinna sama ár gáfu þeir út sína fyrstu plötu í fullri lengt sem kölluð var “WALLS OF JERICO” Seinna var “WALLS OF JERICO” gefin út með lögunum af “MINI LP” sem fyrstu 5 lögin og svo smáskífulagið “JUDAS” sem síaðsta lag. Þessar 2 plötur eru einar bestu plötur allra tíma!! Geggjað spíttmetal með geggjuðum gíturum og gítarsólóum og allt bara hljómar svo geggjað á þessari plötu. Kai Hansen gítarleikari söng á þessum plötum en þegar að bandið fór að túra að þá fór honum að þykja erfitt að syngja og spila bæði í einu þannig að það var ákveðið að finna söngvara. Og þeir fundu hann sko!! Micael Kiske sem að hafði verið að syngja með hljómsveitinni “Ill Propechy” úr nágrenninu gekk til liðs við þá Helloween drengi. 1986-1987 byrjaði bandið að hljóðrita nýja plötu. Þeir voru með svo mikið efni að þeir vildu gera 2falda plötu en fengu það ekki. Árið 1987 gáfu þeir síðan út plötuna “Keeper Of The Seven Keys Part I”. Helloween urðu frægir nánast á einni nóttu!! Platan seldist eins og heitar lummur. Helloween hleypti nýju blóði í sögu Þungarokksins með sínum geggjuðu gíturum, Double kikki og Kiskis sírenu rödd. Platan gaf þeim heimsfrægð(enda er hún algjör snilld) og hjólin byrjuðu að rúlla. Árið 1988 gáfu þeir síðan út seinni partin eða “Keeper Of The Seven Keys Part II”. Hún naut líka jafn mikilla vinsælda og bandið var þá orðin ein stærsta rokksveit í heimi. Í desember 1988 hætti Kai Hansen í bandinu og fór og stofnaði bandið “Gamma Ray”. Í hans stað kom snilldar gítarleikari að nafni Ronald Grapow. Árið 1989 gaf Helloween út tónleikaplötuna “LIVE IN THE UK”. Þetta voru upptökur af við og dreif um Evrópu þegar Kai Hansen var að spila með þeim. Platan hét reyndar nokkrum nöfnum: Upprunalega nafnið var “Live In The UK” en hun var kölluð “Keepers Live” í japan og “I WantOut Live” í USA

Framhald síðar……….