Emperor Emperor

Ég fæ aldrei nóg að skrifa um besta black metalið. Að þessu sinni ætla ég að skrifa um hljómsveitina Emperor, mína uppáhalds hljómsveit, meðan Dissection og Burzum fylgja fast á eftir.

Norsku black metal senuni má rekja að mestu leyti til Mayhem, sem hafa verið nefndir skaparar senunuar, en það var Emperor sem varð til þess að hún breytti um tónlistarstefnu (black metal varð hálfgert trend eftir morðið á Euronymous). Ólíkt Mayhem, sem var það grófasta black metal sem maður gat hlustað á, ef litið er á textana á Deathcrush plötuni, og hvað varð um flesta meðlimi bandsins, hvað þeir gerðu á tonleikum og fleira – voru Emperor varð háðir öðrum stíl, þeir sóttu innblástur í textana sína á gjörólíkan hátt, þeir sömdu dýpri og máttugri texta, og tónlistinn var ein sú sérstakasta sem maður gat heyrt. Flestir sem eru í frægum black metal hljómsveitum núna segja Emperor einn mesta áhrifavald á nútíma black metal, og segja það einstaka upplifun að hlusta á lagið Inno A Satana, af In The Nightside Eclipse plötuni.

Verk Emperor er tveimur mönnum aðallega að þakka, Ihsahn (sem syngur, spilar á gítar og hljómborð á öllum plötun bandsins), og Samoth (sem spilar á gítar, bassa á öllum plötum bandsins). Ihsahn og Samoth eru þeir sem sjá um að arrengera öllum lögum Emperor, semja öll lög og texta eftir Emperor (sem eru með þeim bestu og dýpstu textum sem maður getur lesið, sérstaklega í laginu With Strength I Burn, af Anthems to the Welkin at Dusk plötuni). Með þessum tveim var line-up skipað af bassaleikaranum Mortiis (sem er betur þekktur í dag fyrir sóloferil sinn, og kemur oft fram á promo myndum og á tónleikum eins og álfur, með risastórt gervinef og gervieyru), og trommaranum Bard Eithun, betur þekktur sem Faust. Þetta tímabunda line-up (sem var sett saman seint árið 1992) tók upp aðeins eina 7”, As Shadows Rise (að ég held) og mini-diskinn Emperor sem innihélt aðeins fjögur lög. Báðar útgáfur eru ófáanlegar og geta verið fengnar fyrir himinháar upphæðir og með miklum erfiðismunum, sennilegast á Ebay. Stuttu eftir þetta hætti Mortiis, og í staðinn kom Tchort á bassa, og með þetta line-up for Emperor í stúdióið og tóku upp sína fyrstu plötu, In The Nightside Eclipse (sem innihélt meðal annars enduruppteknar útgáfur af lögunum I Am The Black Wizards og Cosmic Keys To My Creations And Times, sem voru upprunalega tekinn upp fyrir Emperor mini-diskinn).Eftir upptökunum lauk var Faust handtekinn fyrir kaldrifjað morð á homma, í skógi vöxnum útjörðum Lillehammer. Það var erfitt að koma nokkrum sönnunargögnum á hann, fyrst að ekkert fannst fyrir utan lík mannsins, sem var drepinn í gegnum 37 stungusár. Seint árið 1993 var Faust dædmur í níu ára fangelsi (sem hann hefur afplánað, en honum var sleppt út í Desember 2002), og fyrrverandi Enslaved trommarinn Trym Tyrsson kom í staðinn fyrir Faust.

In The Nightside Eclipse, sem gefinn var út af Candlelight fyrirtækinu - er einn af bestu diskum black metal senunar, og er á lista yfir fimm bestu black metal diskum í heimi, með De Mysteriis Dom Sathanas með Mayhem og Pure Holocaust með Immortal. Hljómgæðinn er ekki upp á sitt besta, en hún er ekki nærri eins hræðileg og á mini-disknum. Platan inniheldur meðal annars lagið I Am The Black Wizards, gamall live favorate með Emperor og klassíkina Inno A Satana, sem veitti víst mörgum black metal goðsögnum í dag mikinn innblástur. Stuttu eftir að Emperor höfðu túrað stíft í gegnum árið 1994 – til ársloka 1995 var Samoth handtekinn fyrir íkveikju, eftir að hafa brennt kirkju í Noregi, og Emperor þurfti að bíða í þó nokkra mánuði eftir að geta hafið upptökur á sinni annari plötu. Eftir að Samoth komst út úr fangelsi seint á árinu 1996 hófu Emperor tökur á sínu seinna meistaraverki, plötunni Anthems to the Welkin at Dusk. Anthems to the Welkin at Dusk sýndi gjörbreytta hlið á bandinu, en samt héldu þeir svipuðu concept og á In The Nightside Eclipse – en það var aðallega sándið sem breyttist (af öllum stöðum til að taka upp plötu þá var Anthems to the Welkin at Dusk tekinn upp í minningarsal Edvard Grieg, norskur folk tónlistarmaður sem lést snemma á 20.öldini) og lagasmíðinn var ekki mjög svipuð því sem maður heyrði á In The Nightside Eclipse. Þrátt fyrir snilld fyrsta disksins, þá varð það Anthems to the Welkin at Dusk sem kom þeim almennilega inn á heimskortið – en diskurinn var valin besti diskur ársins 1997 af bæði Rock Hard Magazine og Terrorizer. Því má þakka bassaleik Alvers, sem kom í staðinn fyrir Tchort stuttu fyrir upptöku disksins, og góðum útgáfu málum Century Media útgáfunar, sem gaf plötuna út. Live hljómborðaleikarinn Charmand Grimloch spilaði á öllum tónleikum með Emperor í gegnum árin 1997 til 1998, eftir að hafa verið valin af Samoth snemma á árinu 1997 – með því skilyrði að hann kæmi demo tape með hljómsveitinni sinni The Thrill til Century Media, þó að bandið gerði samning við Necropolis plötufyrirtækið stuttu seinna. Nú þegar Emperor voru orðnir svona stórir í black metal senuni, varpaði Anthems to the Welkin at Dusk ljósi á öll fyrri verk Emperor, svo að Emperor mini-diskurinn, Emperor/Enslaved – Hordanes Land (Split) og Wrath Of The Tyrant demoið seldist á heimasíðum eins og Ebay fyrir dágóðar upphæðir.

Seint á árinu 1998 komu ljós ýmsir gallar í samning Emperor við Century Media, svo að þeir ákváðu þá að gefa út aðeins eina plötu í viðbót í gegnum Century Media fyrirtækið, en það var platan IX Equilibrium, sem kom út árið 1999. Sumir sögðu plötuna vera þeirra þriðju snilld, meðan aðrir sögðu hana vera hreinasta rusl og sell-out plata – en báðir aðilar hljóta að vera á sama máli um lagið Curse You All Men!, sem tekið er af þeirri plötu – en lagið er eitt það flottasta byrjunar lag sem ég hef heyrt, en persónulega finnst mér platan vera hin fínasta, þó að hún eigi engan sjens í fyrstu tvær. Þeim sem fannst platan vera ripp-off plata voru í miklum meirihluta, enda skorti platan það sem fyrri verk þeirra höfðu haft innbyrðis, en erfitt var að toppa Anthems to the Welkin at Dusk. Stuttu eftir útgáfu IX Equilibrium var samningum við Century Media rift og gerði hljómsveitin samning við Candlelight Records sem gaf út live diskinn Emperial Live Ceremony árið 2000. Candlelight Records átti líka að sjá um næstu plötu Emperor, en það var Nuclear Blast sem varð fyrir valinu til að gefa út þeirra seinasta meistaraverk, Prometheus : The Disicpline Of Fire And Demise – sem kom út árið 2001. Platan var frábrugðin fyrri verkum þeirra, enda breytti hljómsveitin um sánd fyrir plötuna, og bætti mikið inn í clean söng og fleiru. Conceptið sem var í kringum plötuna var allt öðruvísi en það sem aðdáendur Emperor höfðu vanist í gegnum tíðina, og gott var að sjá að Emperor voru að gera eitthvað nýtt.

Eftir að Prometheus kom út hætti hljómsveitinn, enda var erfitt að toppa plötuna, sem er ein af bestu plötum Emperor. Samt sem áður mun Emperor gefa út safndiskinn Scattered Ashes : A Decade Of Emperial Wrath, sem mun vera tvöfaldur – sá fyrsti mun spanna þeirra bestu melódíur af öllum fjórum diskunum – meðan hinn mun innihalda aukalög, remix og cover lög. Scattered Ashes : A Decade Of Emperial Wrath mun verða gefinn út af Candlelight útgáfuni seinna á árinu.