Nú er komið að því ! Metallica , Limp Bizkit og Linkin Park ætla að taka sig saman og spila saman í sumar á Summer Sanitarium Tour 2003. Allar hljómsveitirnar ætla að spila tónleika í fullri lengd ef þið skiljið hvað ég er að fara :D Og allar sveitirnar eru að gefa út nýja diska í sumar, og hefst ferðalagið formlega þann 4.júlí. En þess má geta að Summer Sanitaruim Tour 2000 í bandaríkjunum þar sem nánast allir tónleikarnir voru uppseldir voru með þeim bestu túrum það árið. Á þeim túr spiluðu nöfn eins og Metallica, Korn, Kid Rock og System of a down.

Metallica sem er að fara að gefa út sína fyrstu stúdíóplötu í fimm ár núna í sumar, og mun túrinn í sumar vera þeirra fyrstu alvöru tónleikar síðan 2000. Þeir hafa selt meira en 85 milljónir platna víðsvegar um heiminn sem hafa gefið þeim gull og platínum plötur í meira en 40 löndum.
Metallica sem er nú að hefja sinn þriðja áratug í bransanum, og af mörgum talin ein áhrifamesta rokksveit allra tíma. Og síðan að þeir byrjuðu árið 1981 hefur sveitin slegið óteljandi met, fengið 6 Grammy verðlaun og brautryðjendur á ýmsum sviðum tónlistarinnar og má þar nefna tónleikana með Sinfóníusveit San Francisco árið 1999.
Og núna þann 10. júní ætla þeir að gefa út 8. diskinn sem ber titilinn St. Anger (Saint Anger) fyrir þá sem vita ekki hvað St. stendur fyrir.
En síðasta platan sem þeir gáfu út var ReLoad og kom hún út árið 1997 og fór beint í #1 sætið og hefur selst i um 12.milljónum eintaka