Killswitch Engage - Alive Or Just Breathing Ég var að eignast mjög góðann disk sem ég ætla að gagnrýna en diskurinn er með hljómsveitinni <b>Killswitch Engage</b> sem er uppáhalds hljómsveitin mín í augnablikinu og þessi diskur er
algjör snilld, hann heitir <b>Alive Or Just Breathing</b>. Ég ætla að lýsa lögunum svona pínu og segja hvað mér finnst um þau og svoleiðis…

<b>1. Numbered Days</b>
Þetta er ekki gott byrjunarlag myndi ég segja, frekar leiðinlegt en örfáir góðir kaflar í laginu. Þetta er svona lag sem maður skiptir strax yfir eftir að maður setur diskinn í.
2 Stjörnur af 5

<b>2. Self Revolution</b>
Þetta lag er mikið betra en hitt, flott gítar riff en mér finnst söngurinn ekki mjög góður í þessu lagi. 3 Stjörnur af 5

<b>3. Fixation on the Darkness</b>
Þetta er eitt af bestu lögunum á diksnum, flottar trommur og gítar og fínn söngur. Viðlagið er líka flott, frekar rólegt en soldið <i>kúl</i>.
5 Stjörnur af 5

<b>4. My Last Serenade</b>
Þetta lag er mjög flott, byrjar á kassagítar og verður svo þyngra, mér finnst þetta soldið öðruvísi en hin lögin, meira popp eða eitthvað. 3 Stjörnur af 5

<b>5. Life to Lifeless</b>
Mjög gott lag, mjög flott viðlag, það er eiginlega ekkert sem ég get sett út á það. 5 Stjörnur af 5

<b>6. Just Barely Breathing</b>
Wow!! Algjör snilld, byrjar á soldið drungalegum clean gítar og síðan tekur við mjög þungur og flottur kafli, frábær gítar í þessu lagi. Viðlagið er líka mjög flott, frábært lag.
5 Stjörnur af 5

<b>7. To the Sons of Man</b>
Frekar þungt og hratt, mikil öskur og læti en mjög gott lag. Seint í laginu kemur mjög flottur kafli, geggjaður gítar og trommur, þetta er bara alltof stutt lag, innan við 2 mín.
4 Stjörnur af 5

<b>8. Temple from the Within</b>
Flott lag í alla staði, flottar trommur og flott öskur. Mér finnst viðlagið samt alveg lang flottast, besta viðlag á disknum held ég, svona sem maður fær á heilann endalaust.
5 Stjörnur af 5

<b>9. Element of One</b>
Mjög fínt lag, byrjar á kassagítar, síðan tekur við flottur kafli, flottur gítar og mjög þéttar trommur. 4 Stjörnur af 5

<b>10. Vide Infra</b>
Ágætt lag, soldið hratt en flott, kúl trommur, flott bakrödd brjáluð öskur í endann og töff gítar riff. 4 Stjörnur af 5

<b>11. Without a Name</b>
Þetta lag á ekki heima á þessum disk, ekki svona lag sem maður nennir að hlusta á, ég lýsi þessu sem 1:40 mín. af leiðinlegum kassagítar. Nafnið passar alveg við það, Ekkert nafn, enginn söngur, engar trommur. 0 Stjörnur af 5

<b>12. Rise Inside</b>
Fyrst þegar ég hlustaði á þennan disk var þetta uppáhalds lagið mitt, líka mjög gott lag. Þungt og flott og töff viðlag.
5 Stjörnur af 5

Nú hef ég aldrei heirt fyrri diskinn þeirra og ekkert af honum þannig að ég get ekkert sagt hvort þessi sé betri eða eitthvað en hann hlýtur að vera það, hann er svo góður!
Ég ætla pottþétt að fá mér fyrri diskinn, vona að ég verði ekki fyrir vonbrigðum með hann.

Þessi diskur fær… 5 Stjörnur af 5, mæli <b>sterklega</b> með honum, algjör snilld!!!

Kveðja, PuRiTy