Nýi Evergrey diskurinn - fokkings snilld! Sænska sveitin Evergrey mun gefa út sinn nýjasta disk, Recreation Day 10. mars og í gær tók útvarpsstöðin Seismic Radio sig til og gaf forsmekk á það sem koma skyldi með því að spila diskinn frá upphafi til enda. Ég stillti á stöðina (sjá http://www.seismicradio.com) og loggaði mig inn á IRC rás stöðvarinnar, þar sem Tom og Henrik úr Evergrey voru meðal chat gesta og svöruðu spurningum hlustenda og stjórnenda.

Shit maður! Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Evergrey, en vá!! þetta er þyngra, flottara og betra en nokkuð sem þeir hafa látið frá sér.

Coverið sést hérna: http://www.progart.com/bands/evergrey_recreation/noren. jpg

og það besta er að þeir munu endurtaka leikinn í næstu viku, næsta laugardag um svipað leyti (líklega um 20-21 leytið eins og núna) og spila allan diskinn aftur. Þá verður Michael bassaleikari Evergrey í chattinu… áhuginn núna varð nefnilega slíkur að það gátu færri hlustað en vildu (þetta er einungis netradio) og live-feed rásarinnar varð mettað… s.s. færri komust að en vildu.

Ég legg til að fólk hérna kíki á málið næsta laugardag.

Á meðan er hægt að nálgast eldra efni með þeim á http://www.evergrey.net

í öðrum fréttum af bandinu má nefna að það er að fara til USA í júní að spila á metalhátíðinni “Brave Words and Bloody Knuckles 6 Pack” sem er skipulögð af tímaritinu Brave Words and Bloody Knuckles. http://www.bravewords.com

Bönd sem eru staðfest eru:

TROUBLE
NEVERMORE
JAG PANZER
HYPOCRISY
ELEGY
WOLF
KATAKLYSM
BEYOND THE EMBRACE
EVERGREY

og fleiri eiga eftir að bætast við.
Resting Mind concerts