Gefins Flying V gítar!

Í kvöld mánudaginn 18.des er þungarokksþátturinn Hamsatólg á Rás 2. Þátturinn er á hverju einasta mánudagskvöldi á rás 2 en í þetta skiptið verður þátturinn svolítið sérstakur. Aðal umsjónarmaður þáttarins, Smári, er að hætta og aðstðarmaður hans, Birkir, er að taka við. Í tilefni af því ætlar Smári að gefa gítar í beinni útsendingu í kvöld. Þetta er “Flying V” sem var keyptur í kanada. Einnig er ráð að senda til þeirra topp listann ykkar yfir plötur ársins svo hægt sé að velja plötu ársins í þættinum.