Jæja gott fólk þá er komið að því að fara í gegnum hvaða diskar gefnir voru út árið 2002. Og hvernig ykkur fannst þeir.
Mér persónulega fannst mér þetta hafa verið ágætt sem metal útgáfu ár. Hefði getað verið betra samt.

Listamenn á borð við Immortal, Vintersorg, Nile og Satyricon gáfu út diska.

Uppáhalds diskar mínir árið 2002 voru

Vintersorg - Visions from the spiral generator
Snilldar diskur frá sænska kónginum Vintersorg sem syngur einnig með Borknagar. Hreint meistaraverk, diskur sem ég beið eftir og biðin var þess virði

Nile - In their darkened shrines
Góður diskur frá meisturum death senunar.

Satyricon - Volcano
Frábær diskur frá Satyricon. Hann var öðruvísi en allt annað sem satyricon hafa gefið út. Flottur diskur.

Immortal - Sons of the northen darkness
Gömlu goðin í Immortal gáfu út þennan disk snemma á árinu, og djöfulsins snilld sem þetta var. Persónulega fannst mér hann miklu betri en Damned in Black.

Krieg - Kill yourself or someone you love
Live diskur frá meisturum krieg. Diskur sem hefði mátt vera betri samt undarlega góður. ótrúlega hrár og flottur svartmálmur.
Gefur stemmninguna vel í heimahúsið

Forgarður Helvítis - Gerningarveður
Loks gefa þessir Grindcore meistarar út breiðskífu. Eitthvað sem maður hefur beðið eftir. Fyrsta breiðskífa þeirra og vonandi ekki sú síðasta. Frábært verk.



Þetta voru svona mínir uppáhalds diskar síðastliðna árs. Segjið mér nú endilega hvaða diskar ykkur fannst bestur þetta árið

Og gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla