Metallica - Kill´em all Jæja, þá er ég búinn að opna jólagjafirnar mínar þetta ár og fékk þónokkuð af metal, aðallega old-metal, því ég fíla hann helst.

Eins og titillinn gefur til kynna þá er þetta umfjöllun á fyrstu plötu Metallica, Kill´em all og ég verð að segja að þótt sándið sé ekki upp á það besta, að þá er þetta góð hlustun fyrir þá sem kunna að meta speed-metal.

Hér kemur lagalistinn

Hit the lights: Lagið byrjar frekar óljóst að mínu mati en síðan kemur ekta Hetfield öskur sem byrjar eiginlega lagið og þetta er frekar týbískt Metallica speed-metall; illilega hraður með geðveikum sólóum sem í þessu tilfelli sýnir hvað Dave Mustain kallinn var virkilega góður gítarleikari. Hins vegar er Kirk ekki síðri og hann nær þessu vel.

The four horsemen: Þetta lag hefur verið í uppáhaldi hjá mér löngu áður en ég eignaðist þennan disk. Einfalt og gott stef, trylltur söngur hjá James Hetfield og grípandi viðlag. Millikaflinn í þessu lagi er alveg frábært þar til kemur að hápunktinum, aðalsólóinu. Ég alveg hreint dýrka þetta sóló.
Síðan fer lagið aftur í sitt gamla horf, Hetfield fer aftur að syngja og spilar þessi riff, en allt í einu kemur annað sóló frá Kirk og endar lagið.

Motorbreath: Minnir mig alltaf á Hit the lights, þótt þessi tvö lög eru ekki lík, þetta nær bara til mín líkt og Hit the lights, þetta er hratt, grípandi lag með fullt af sólóum. Það sem mér finnst samt svekkjandi er að þetta lag er ekki nema rúmlega þrjár mínútur :-(

Jump in the fire: Geðveikt riff!!!!! Ég get ekki sagt annað. Þetta er samt verse-chorus-verse meiripartinn af laginu en mér er alveg sama, þetta er frekar gott lag. Það kemur síðan annar kafli í laginu. Frekar lítil og í því leynist eitt lítið sóló. En þá kemur aðalsólóið og ég verð að segja að það veldur engum vonbrigðum.

(Anesthesea) Pulling teeth: Ég er ekki alveg viss en ég held að byrjunin sé spiluð eingöngu á bassa en síðan kemur gítar inn frekar lymskulega. En ég gæti alveg trúað því að þetta sé spilað eingöngu af Cliff því að hann var einhver sá besti bassaleikari sem ég veit um og mér finns ömur legt að hann hafi dáið. Og það í SVÍÞJÓÐ!!!!!!!!!!!! En síðan heyri ég í trommum og eitthvað en það sem mér finnst skrýtnast er endirinn. Hvernig er farið að þessu?????????????????

Whiplash: Enn eitt speed-metal lagið. Ég veit ekki með ykkur en þegar ég hlustaði á diskinn fyrst, þá var ég leiður á því að það var alltaf speed-metall fátt annað. En fimm klst. Síðar get ég ekki hugsað mér þessa plötu öðruvísi heldur en hún er.

Phantom lord: Speed-metall. Þetta er samt eitt af fáum lögum þar sem er minna sungið í verse heldur en chorus. Það er flott. En síðan upp úr þurru kemur þessi líka svaka grípandi rólegi partur. Shit!!!!!! Þegar ég heyrði þetta fyrst var ég lamaður. Síðan fer lagið aftur í gamla stefið og gerir veg fyrir aðalsólóinu sem skiptist mjög flott í nokkra parta þar til James Hetfield byrjar aftur að syngja. Hann endar lagið síðan með þessum svakalegum öskrum.

No remorse: Byrjar á flottu og hörðu riffi og þetta er soldið nýtt fyrir mér; stórt og erfitt sóló næstum í blábyrjun. Síðan fer lagið svona lala með verse-chorus-verse og ekki mikið um þetta lag að segja.

Seek & destroy: Byrjar skemmtilega og ég heyri að þeir eru frekar mikið undir áhrifum frá Deep Purple þótt það heyrist ekki mjög augljóslega. Mér finnst líka gott að heyra almennilega hversu góður söngvari Hetfield hefur verið; hrár og laus við poppstæla. Miðjukaflinn er líka algjört eyrnakonfekt. Byrjunarstefið er síðan spilað aftur og þar kemur síðasta versið og lagið endar.

Metal militia: Þetta er dæmigert endalag á plötu; hart, þungt, kröftugt og laust við allann pempíuskap. Sólóin eru líka á sínum stað en það sem kemur á óvart við fyrstu hlustun er Miðjukaflinn sem kemur eftir sólóið er frekar óvenjulegt; skali sem fer heiltón ofar í hverjum takti. Hljómar fáránlega en þetta er Metallica og þá get ég fullvissað ykkur um að þeir gera þetta flott. Endirinn er síðan frekar skrítinn.

Overall finnst mér þetta vera góður diskur og velheppnaður frumburður. Mér finnst gott að Dave Mustaine var rekinn (þótt hann sé snillingur á gítar) úr hljómsveitinni af því að það gaf Kirk tækifæri á að blómstra sem gítarleikari. Og ef Mustaine hefði ekki verið rekinn, þá hefði hann ekki stofnað Megadeth.

Ég gef þessari plötu ****/*****. Ástæðan fyrir því að ég gef ekki fullt hús er að mér finnst vanta fjölbreytileikann hjá þeim. Frábær diskur samt sem áður.

Weedy