Ég verð að segja að nýji In Flames diskurinn veldur miklum vonbrigðum. Góðar melódíur hafa verið sérgrein Svíana hingað til en það er ekki mikið um þær á þessum disk. Aftur á móti er nóg að leiðinlegum “catcy” viðlögum sem eru bara ekkert grípandi og er allt of mikið af á þessum disk. Eru þessi pirrandi viðlög helsti gallinn en einnig er eins og það vanti kraftinn sem var á fyrri diskum hljómsveitarinnar og er gítarinn t.d. ekki eins og hann gerist bestur, hljómar jafnvel stundum eins og hann sé gerður í tölvu sem þarf alls ekki að vera slæmt en er það í þessu tilfelli.

Orðið sellout kemur kannski upp í hugan á sumum þegar þeir hlusta diskinn en ekki veit ég hvort hugmyndin á bak við þennan disk sé að auka plötusöluna en ef þetta er sellout þá er þetta allavega mjög slappt sellout. Gaman væri að heyra hvað fólki finnst almennt um þennan disk, ég hef líka heyrt menn verið að tala um að þeim líki diskurinnn og séu bara ánægðir með þessa þróun mála. Allavega mæli ég frekar með Colony ef menn eru að spá í að fjárfesta í þessum grip (sem ég gerði sem betur fer ekki ;)