Íslenska Hardcore sveitin Snafu var að senda frá sér sinn fyrsta disk sem ber nafnið Anger is not Enough. Diskurinn var gefinn út af harðkjarna útgáfunni og er seldur í Japis Laugavegi og einnig í Hljómalind. (auðvitað er hægt að nálgast diskinn einnig á tónleikum sveitarinnar og á netinu www.dordingull.com/hardkjarni)

Sveitin var í 2. sæti músiktilrauna núna í ár og notaði upptökutímana sem þeir unnu sér inn til að taka upp plötuna. Meðal aldur bandins er 16,4 og eru meðlimir bandins frá 15 - 18 ára aldurs. Söngvari bandins heldur uppi heimasíðu bandins og uppfærir reglulega, hægt er að kynnast bandinu betur á síðunni www.snafu.8k.com. Endilega kynnið ykkur bandið nánar og styrkið íslenska rokkseinu. Snafu spila núna á laugardaginn á Vakningar tónleikunum sem verða í kakóbarnum Geysi.