ROKKTÓNLEIKAR OG MÁLÞING

Félagið Ísland-Palestína minnir á rokktónleika og málþing sem ungt fólk stendur fyrir á Kakóbarnum Geysi í Hinu húsinu, laugardaginn 9. des. kl. 15:30 - 22:00. Tilgangur tónleikana og málþingsins er að vekja fólk til umhugsunar um málefni Palestínu og Ísraels. Fjölmargar hljómsveitir og listamenn koma þar fram; Stjörnukisi, 200.000 Naglbítar, Mínus, Vivid Brain, BlazRoca, Snafu, Andlát , Sesar A og Vígspá.