Stratovarius - Elements part I
Þessi diskur er reyndar ekki kominn út og kemur ekki út fyrr en snemma á næsta ári en ég er búinn að fá hann núþegar (promo). Stratovarius hafa verið að tapa mínum áhuga síðustu árin, vegna þess að þeir hafa eiginlega verið að gefa út sömu plötuna aftur á aftur án þess að breyta nokkuð út af formúlunni í raun. Síðast diskur með þeim sem ég var virkilega ánægður með var Episode (96 eða 97 held ég) og síðan hefur farið heldur hallandi og náði ferillinn botninum með disknum Infinite frá 2000.

Að því sögðu get ég með fullri reysn sagt að Elements part I er besta platan þeirra í mjög langan tíma. Þeir hafa virkilega tekið sig á í lagadeildinni og á þessari plötu er að finna 9 lög, öll góð eða frábær, fyrir utan kannski eitt (smáskífulagið, sem ennþá er í gömlu formúlunni). Bandið hefur bætt allhressilega á strengjasveitina og notast hér við alvöru sveit (ef eyrun mín heyra þetta rétt). Þetta er kannski svosem ekkert nýtt, en þeir útsetja þetta bara svo skemmtilega hér. Strengirnir eru oftar en ekki bara notaðir til bakgrunnsspils, heldur skipa sér í aðalhlutverkið ótt og títt…. ekki ósvipað kannski strengjahljómnum sem Metallica var með á S&M plötunni sinni.

Það sem þó skiptir mestu máli er að ég hef alltaf verið mun hrifnari af sveitinni þegar hún hefur samið löng epísk og anthemic lög og það er nóg af slíku hérna. gott og vel ef það er ekki bara eitt svona ultra-cheesy formúlulag, sem gott nok er svo fyrsta smáskífan af plötunni (er náttúrulega mest commercial lagið á plötunni).

Annars, verulega góður diskur

Tóndæmi: http://www.stratovarius.com/eagleheart.mp3 (smáskífan “góða”)


Kamelot - Epica
Þetta er annar diskur sem kemur ekki út fyrr en á næsta ári, en hefur samt ratað í mínur hendur núþegar (gotta love the internet

Þeir sem þekkja til Kamelot af síðustu 3 plötunum þeirra (hafa gefið út 5 fyrir utan þessa nýju) ættu í raun ekki að láta sér neitt bregða, því þessi plata er nokkurn veginn í sama stíl og síðasta platan þeirra Kharma. Þrátt fyrir það finnst mér sem þeir hafi svona aukið kraftinn eylítið, því þetta er ein stór kickass plata. Söngvarinn, norðmaðurinn Roy Khan, er tvímælalaust með allra allra bestu söngvörum í metalnum, ef ekki bara öllum tónlistarheiminum.

Það eru náttúrulega ýmisleg strengjaútsetning á þessum disk eins og öðrum frá þeim, sem tekst alveg hrikalega vel… þetta gerist ekki mikið betra en þetta…

Jæja, ég segi ekki meira…

Tóndæmi: http://www.noiserecords.com/kamelot/ecard2/ecard2.html og
http://www.noiserecords.com/kamelot/ecard1/ecard1.htm l


Pagan's Mind - Celestrial Entrance
Þessir guttar eru frá Noregi og er þetta að ég held þriðja platan frá þeim. Þetta er svona frekar traditional progressive metal með reyndar frekar power metallegum söng… sem minnir mig á Gamma Ray í gamla daga.

Þetta er það fyrsta sem ég heyri með þeim, og mér finnst þetta bara alveg þrusu flottur progmetall, stundum svolítið Dream Theater legt (sem þarf alls ekki að vera slæmt) en samt öðruvísi, þar sem þeir hljóma allt öðruvísi. Einnig er alveg ljóst að þetta eru allt mjög góðir hljóðfæraleikarar.

Tóndæmi: Aegan Shores - http://www.limb.de/atomatrix/mp3/promo/pagans_mind.mp3


Symphony X - the Odyssey
Ég ætla ekki að segja mikið um þessa plötu hérna, enda búinn að tala um hana áður… Vil bara segja að þetta er mjög góð plata með alveg fyrsta flokks söng og hljóðfæraleik.

Tóndæmi: The Accolade II - http://www.insideoutmusic.com/mp3/symx-accoladeII.mp3
Resting Mind concerts