Ég verð bara að mæla með nýja Mansondisknum. Hann heitir Holy wood (in the shadow of the valley of death). Hann inniheldur 19 lög sem eru hverju öðru betra. Lög 2,3,4,13,14,16 og 19 eru djöfull góð en hin eru líka frábær. Nýlega fordæmdi yfirmaður kaþólsku kirkjunnar nýja diskinn og bað fólk um að forðast hann. Hann sagði augljóst að Marilyn Manson hataði kristni og kaþólsku allra mest og hann bætti því einnig við að Manson væri í stríði við Jesús krist. Manson svaraði því til baka að hann gæti ekki verið í stríði við Jesús vegna þess að það væri þeirra trú sem hefði drepið hann á krossinum forðum daga, en ef það væri stríð sem þeir væru að leita eftir “then bring it on”! Annars slasaðist Ginger Fish (trommuleikarinn) nýlega á tónleikum er hann henti sér á trommusettið.
Will there ever be a boy born who can swim faster than a shark?