Jæja, í dag (2. febrúar) hefst hér á Matargerð ný samkeppni.

Viðfangsefnið í þetta skiptið er nesti. Nesti spyrðu? Já, semsagt t.d. samlokur, pastaréttir eða eitthvað annað hollt, óholl, gott eða vont, well, helst ekki vont!

Þetta þarf að vera nesti sem hægt er að taka með sér í skólann eða í vinnuna og best væri ef ekki væri nauðsynlegt að geyma nestið í ísskáp yfir daginn af því við vitum öll að það er ekki oft hægt að finna ísskápa í skólum!

Hver má senda inn 2 uppskriftir. Innan einnar “uppskriftar” mega vera eins margar uppskriftir og þú vilt, bara að það sé hæfilegt magn fyrir nesti. Með öðrum orðum þú mátt senda inn tvær nestistillögur.

Hvernig líst ykkur á? Ætlar einhver að taka þátt?

Frestur rennur út: 8. febrúar.
Just ask yourself: WWCD!