Eftir ábendingu frá Kobbmeister hef ég ákveðið að hafa könnun um hvaða uppskrift ætti að vinna. Endilega takið þátt.

Þar sem ég hef engar ábendingar fengið um hvaða efni ætti að vera fyrir næstu samkeppni hef ég ákveðið að það verður áramótamatur.
Leyfilegt er að senda inn uppskrift forrétt, aðalrétt, eftirrétt eða meðlæti.
Sem fyrr má taka þátt með eins margar uppskriftir og þú vilt.

Könnunin stendur til 22. desember og vona ég að sem flestir myndi óhlutlæga skoðun á hvor uppskriftin sé betri.

p.s. ég hef smá spurningu fyrir ykkur. Fyrst við ætlum að hafa þetta núna í formi könnunar mættu þá ekki stjórnendur alveg eins taka þátt? Hvað finnst ykkur kæru lesendur?

Bætt við 20. desember 2006 - 13:04
Ég gleymdi að bæta við að frestur til að senda inn í áramótakeppnina líkur 25. des.
Just ask yourself: WWCD!