ZUCCHINIPOTTRÉTTUR (fyrir 4-6)

1 laukur, 1/2 blaðlaukur, 4 kartöflur (ca 300 g),
2 zucchini, 3 msk olífuolía, 2 heildósir niðursoðnir tómatar,
1 dl vatn, 1 grænmetisteningur, 1 hvítlauksgeir pressaður,
1 1/2 tsk salt, 1 tsk óreganó, 1/2 tsk tímían, 1/4-1/2 tsk pipar, 10 stórir sveppir, 1 hvítlauksgeir pressaður, 1/2 msk smjör,
100 g gráðaostur



Saxið laukinn og skerið blaðlaukinn í sneiðar. Afhýðið kartöflurnar og skerið þær í bita. Þvoið zucchinialdinið og skerið það í 1 cm þykkar sneiðar. Hitið olíu í djúpri pönnu og látið lauk og blaðlauk krauma í henni smástund. Setjið kartöflur og zucchini út í. Bætið síðan tómötum, vatni, teningi, hvítlauk og kryddi út í. Látið sjóða í 20-25 mínútur. Sneiðið sveppina og látið þá krauma í smjörinu með hvítlauknum. Setjið þetta út í pottinn þegar 5 mínútur eru eftir. Setjið blönduna í eldfast mót og rífið gráðaost yfir. Bakið í ofni í 10 mínútur við 200°C. Berið fram með salati og grófu brauði.


Ostur.is