Ég á eina uppskrift sem ég hef ekki prófað en læt hana samt flakka.
botn:
1 1/2 bolli hveiti
70g. smjör
4 msk. ískalt vatn
Hnoðið vel í matvinnsluvél og kælið.
fylling:
3 egg
1 1/3 bolli flórsykur
1 bolli hlynssíróp
125g. súkkulaði
30g. smjör
100g. pekanhnetur
Þeytið egg og flórsykur vel saman. Bræðið súkkulaði og smjör og blandið við; kælið örlítið. Fletjið deigið út og þrýstið því síðan á botn vel smurðs bökuforms, 23-26cm. Setjið fyllinguna í formið og raðið hnetum ofan á. Bakið v/ 150-60°c í 60 mín.; neðarlega í ofninum.
Berið fram volga m/ ís eða rjóma.
Sá sem margt veit talar fátt