Mig langar að deila með ykkur uppskrift af ostaköku sem er alveg rosalega góð.

Súkkulaði- og karamelluostakaka

Botn:
2 bollar mulið hafrakex
1/4 bolli smjörlíki, brætt

Fylling:
420g. karamellur
150ml. undanrenna
480g. rjómaostur
1/2 bolli sykur
1 tsk. vanillusykur
2 eggjahvítur, þeyttar
1/2 bolli súkkulaðibitar (suðusúkkulaði)

Hitið ofninn á 180°C. Spreyið pædisk að innan og stráið hveiti. Blandið hafrakexi og smjörlíki saman og pressið í botninn á pædisknum. Bakið í 10 mín. Bræðið karamellur og undanrennu á lágum hita; hrærið reglulega uns blandan er orðin mjúk. Hellið yfir botninn. Blandið saman rjómaosti, sykri, vanillusykri, eggjahvítum og súkkulaði. Hellið yfir botninn. Bakið í 40 mín. Losið kökuna frá hliðum pædisksins. Kælið.

Verði ykkur að góðu!
Sá sem margt veit talar fátt