Sælt veri fólkið!

Mig langar að láta hérna uppskrift af snúðum sem ég fékk hjá góðri frænku minni. Ég vil taka það fram að ég hef ekki bakað þessa uppskrift sjálfur og er því ekki ábyrgur fyrir árangri ykkar. Uppskriftin er mjög stór, svo ekki sé minna sagt, en ég geri ráð fyrir því að það megi minnka hana nokkuð. En hérna kemur þetta!

2,7 kg. hveiti
1,5 ltr. volgt vatn (37°c)
6 bréf þurrger (jafngildir 24 teskeiðum)
225 gr. brætt smjör (kælist eftir bræðslu og setjist útí 37°c heitt)
300 gr. sykur
4 1/2 tsk. salt
Kardimomudropar

Byrjað er á því að hnoða þetta allt saman. Þegar því er lokið er deigið látið hefast í 1 klst. við 37°c hita. Eftir það er deigið slegið niður, látið bíða í 3 mín og svo hnoðað upp aftur. Fletjið deigið út, látið það vera um tommu þykkt, pennslið með smjöri og stráið kanilsykri yfir. Rúllið þessu upp þannig að úr verði þykkar kökur og látið svo hefast unir röku viskastykki í 30 mín. Bakið svo við 180° eða þar til snúðarnir verða gullinbrúnir.

Ég vona að þetta gangi vel hjá ykkur. Ef einhver reynir þetta væri gaman að vita hvernig gekk.

Kveðja,
deTrix