Það koma reglulega lambakjöts auglýsingar í sjónvarpinu þar sem Gunnar Hansson hristir fram dýrindis rétti eins og ekkert sé.
Um daginn sá ég hann tækla rétt sem innihélt Blue Dragon núðlur og einhverja Blue Dragon sósu í krukku. Leit ofboðslega vel út og mig langar að prufa.
Er búinn að kemba lambakjöt.is og er engu nær. Það eru líka allar auglýsingarnar á síðunni en ekki þessi.

Veit einhver hvað ég er að tala um?