Já, ég er að spá í að fara að gera nesti í staðinn fyrir að vera alltaf að kaupa í skólanum, og mig langaði að biðja um smá hjálp. 3 spurningar :p

1. Á eitthver hérna uppskrift af góðu brauði sem að er svipað eitthverju langlokubrauði eða jafnvel brauði sem að líkist subway brauðinu. Eitthvað brauð sem að þolir frost.

2. Ég elska grænmetissósu og pítusósu, en ég get ekki keypt það, er eitthver með uppskrift af æðislegri djúsí sósu sem að er hægt að setja á langloku eða aðra samloku? Jafnvel eitthver sem að á kannski uppskrift að svipaðri sósu og ostasósan á subway?

3. Getiði gefið mér eitthverjar góða hugmyndir um nesti svona eitthvað annað en bara brauð með osti :p Eitthvað sem að er samt ekki of tímafrekt og þarf ekki að upphita eða annað þegar að ég kem í skólan.

Takk fyrir ;)