Þetta er hræódýrt, gott sér eða með einverju;

Grófskera lauk (þetta ódýrasta sem finnst) og svo má henda með tómötum eða öðru grænmeti grófsöxuðu;

í eldfast mót eða hitahelda pönnu, gott að sletta yfir olifulíu, salti og pipar, ítölsku kryddi eða bara eitthvað;

á 200 í klukkutíma cirka, taka út og þá er ágætt að hræra vel í og þá eru kominn réttur sem er soldið svipaður og sá frægi Franski réttur “Rattatoua” sbr. teiknimyndin !

Þetta er mjög flexible uppskrift, ekkert að mæla eða neitt svoleiðis, taka út fyrr ef þið viljið ekki vel maukað.