Halló =)
Mér datt í hug að senda þetta inn hér. Ég á víst að borða mjólkurlausa fæðu næstu vikurnar og mér líst ekkert á það! :S

Ég hef nánast sleppt því að borða síðustu daga því mig langar aldrei í neitt sem ég má borða. Og svo nenni ég ekki að hafa fyrir því að redda einhverju sem er ekki með mjólk..
Þetta er ekkert mál með kvöldmatinn, en maður þarf víst meira en það…
Ég er alveg í vandræðum því ég hef alltaf borðað svo mikinn mjólkurmat.. Ostur er nánast eina áleggið sem ég borða. Reyndar get ég borðar flatbrauð og hangikjöt, en er eiginlega strax komin með leið á því (búin að vera að þessu í 10 daga). Mig vantar svoo eitthvað fljótlegt sem maður getur fengið sér t.d. þegar maður kemur svangur heim úr skólanum.

Er einhver hér sem er með mjólkuróþol (eða bara veit óvenju mikið um þetta mál) og langar að lina þjáningar mínar?

Takktakk =)
Hello, is there anybody in there?