Þessa borðar m.a.s. vinkona mín sem ekki borðar öðruvísi ostakökur.

Botn:
1 pk hafrakex, mulið (ég nota allt Haust kex)
150 g. smjörlíki, brætt

Krem:
400 g. rjómaostur
170 g. flórsykur
2 egg
1 1/2 peli rjómi, þeyttur
2 1/2 Stór Daim (5 lítil)

Smjörlíkið er brætt og blandað saman við hafrakexið. Mótið botn á bakka eða fati. Lögun hans skiptir ekki máli.

Flórsykur og egg hrært saman. Rjómaosti og Daim bætt út í og að síðustu þeytta rjómanum. Smurt á botninn og geymt í kæli í 6-8 klst.

Verði ykkur að góðu!
Sá sem margt veit talar fátt