Langar þig að læra að búa til þinn eigin brjóstsykur?
Skelltu þér þá á námskeið í brjóstsykursgerð!


Brjóstsykursgerð er fljótleg og skemmtileg og hentar allri fjölskyldunni. Namminámskeið, í samstarfi við nammiland.is, bjóða þér að læra að gera þinn eigin brjóstsykur á einfaldan og ódýran hátt. Að námskeiðinu loknu getur þú gert brjóstsykur heima í stofu hvenær sem hugurinn girnist, sem laugardagsnammi, í tækifærisgjafir, til að lífga upp á veisluna, fyrir barnaafmælið eða bara til að eiga með sjónvarpinu á rigningarkvöldum.

Námskeiðin fara fram í litlum hópum, 4-6 manns í hvert skipti. Ef þú ert ein(n) eða nærð ekki 4 í hóp hafðu þá samband og við aðstoðum þig við að fylla upp í hópinn og finna dagsetningu sem hentar öllum. Þú sendir bara póst á namminamskeid@gmail.com og lætur vita að þú hafir áhuga á að koma á námskeið.

Námskeiðin eru tilvalin upplyfting og tilbreyting fyrir vini eða vinnufélaga. Dæmi um hópa sem hafa nýtt sér námskeið í brjóstsykursgerð eru saumaklúbbar, matarklúbbar, steggja- og gæsapartí, félagsmiðstöðvar, vinnustaðir og barnaafmæli svo eitthvað sé nefnt.

Þú getur komið á námskeið, eða við komum með námskeiðið til þín! Brjóstsykursgerðin getur farið fram nánast hvar sem er, þannig að ef þú vilt fá námskeiðið heim til þín eða á vinnustaðinn er það sjálfsagt mál. Einmitt getur verið skemmtilegra að safnast saman í heimahúsi þar sem vinahópurinn getur slakað á saman eftirá og gætt sér á gómsætum brjóstsykri í bland við aðrar kræsingar.

Námskeiðið er þrjár klukkustundir og kostar 5000,- kr. pr. þátttakanda. Innifalið í námskeiðsgjaldinu er allt hráefni, handbók með uppskriftum og leiðbeiningum og svo auðvitað allur brjóstsykur sem búinn er til á námskeiðinu.

Sendu póst á namminamskeid@gmail.com til að bóka námskeið núna fyrir hópinn þinn!