Hér er uppskrift af pestósósu:

1 stórt búnt ferskt basilikum, u.þ.b. 60g
1-2 hvítlauksrif
40g furuhnetur
40g rifinn parmigiano ostur
50 ml ólífuolía

Setjið allt nema ólífuolíuna í blandara eða matvinnsluvél og tætið. Hellið svo ólífuolíunni í smáskömmtum út í maukið, þar til sósan er orðin líkt og mjög lint smjör að þykkt.

-Mjög gott með kexi og ostum, brauði eða sem sósa á pasta.
Sá sem margt veit talar fátt