Við vinkonurnar vorum alltaf að gera svona í gamla daga. Áður en við byrjuðum að drekka kaffi. Mjög gott!!

1/2 dl sykur
1/2 dl kakó
3 dl soðið vatn
3 dl heitt sterkt kaffi (nýlagað)
3 dl kaffirjómi (eða mjólk)
salt

Hrærið sykur og kakó saman ásamt örlitlu vatni (leðja). Sjóðið vatnið og hellið leðjunni, kaffi og rjóma út í og hleypið upp suðu. Þeytið vel með sósuþeytara og bætið smá salti í. Hellið í 4-6 glös.

Enn betra að setja smá slettu af þeyttum rjóma út í hvert og glas og súkkulaðispæni yfir. Einnig mælt með koníaki í uppskriftinni, þ.e. 1/2 dl í hvert glas, en ég hef ekki prófað það.
Sá sem margt veit talar fátt