Miða magn við eftir hvað margir eiga að borða
ég nota ca 600 gr kjöt 3 gulrætur 1/4 hvítkálshaus 1 lauk og 2 paprikur, það er fyrir 4

Kjúklingur eða svínakjöt
Gulrætur
Hvítkál
Laukur
Paprika
(eða bara það grænmeti sem er til í ískápnum :)
Terriakisósa (fæst í öllum matvörubúðum)
Sósuþykkni
Hrísgrjón

Skera kjúklinginn í litla bita og leggja hann í terriakisósu í lágum pott í smá stund eða á meðan grænmetið er handerað.
Skera grænmetið í bita frekar smátt.

Setja kjúklinginn með sósunni á hita og láta koma upp smá suðu bæta þá öllu grænmetinu útí og láta krauma í ca 15 mín þá má þykkja sósuna og bæta vatni eftir smekk eða bara til að deyfa aðeins bragðið og fá kannski meiri sósu.
Berið fram heitt með soðnum hrísgrjónum.