Já, ég fór á Pítuna í skipholti í kvöld og slóst bróðir minn með í för. Hann panntaði sér pítu máltíð með buffi en þegar við erum byrjaðir að borða og hann búinn með 3 bita af pítunni þá skríður þessi líka fíni maur útúr pítunni.. Vildi bara koma þessu á framfarir enda á svona lagað ekki að gerast á matsölustöðum, sérstaklega þar sem máltíðin kostar ekki minna en 1000 krónur. Ég hef hugsað mér að hafa samband við heilbrigðiseftirlitið strax í fyrramálið enda nauðsinlegt að þeir viti af svona löguðu. Spurning með fjölmiðla?.. Mér finnst að alþjóð eigi skilið að vita hvar maura er að finna í mat svo þeir lendi ekki í því að borða einn slíkan.