Innihald:

Neðri botn:

240 gr. smjör
400 gr. suðusúkkulaði
20 msk. síróp (í grænu dósunum)
6 bollar cocoa pops (ekki puffs)

Efri botn:

4 eggjahvítur
2 dl sykur
1 dl púðursykur
2-3 bollar Rice Crispies

Aðferð

Neðri botn:


smjör, suðusúkkulaði og sýróp brætt í stórum potti, cocoa pops bætt við. Sett 2 form og beint í frysti.

Efri botn:

Eggjahvíturnar, sykurinn og púðursykurinn er þeyttur í málm- eða glerskál (ekki plast) þar til hann verður svo stífur að hann haggast ekki þó að skálinni sé hallað. hrærið Rice Crispies við og setjið í 2 form. setjið í ofn í 20 mín. á 150°c, lækkið síðan hitann í 100° í 20-30 mín.

Gott er að setja rjóma milli botnanna (2 og 2 í einu) og brætt súkkulaði eða karamellukrem yfir.