Þar sem ég og kærastinn minn höfum bæði legið í flensu þessa vikuna höfum við ekkert farið í búð (höfum haft mjög takmarkaða matarlyst).
Nú er hann farinn að vinna aftur og ég er að hressast. Þ.e. komin með matarlystina aftur.
Við ákváðum samt að fara ekkert í búð fyrr en á mánudaginn næsta og reyna að klára það sem við eigum í skápunum og ísskápnum. Þar leynist nefnilega allskonar dósir og pasta sem fínt væri að nota.
Vitiði um einhverjar uppskriftir sem hægt er að sulla saman ýmsum matvörum? Ég er ekki mjög hugmyndarík þegar kemur að því að elda mat svo allt er vel þegið :)
Ég nenni ekki að telja upp allt sem er til en komið bara með e-ð og ég vona bara að ég eigi það til :D