Var að leika mér í eldhúsinu síðustu helgi, og ákvað að gera aðra tilraun við að gera konfekt!

Þá tók ég fram öll gúmmí klakaformin mín sem ég hef keypt í ikea gegnum árin, fór út í búð og keypti rjómasúkkulaði, toblerone og toblerone hvítt.
Svo bræddi ég bara hvert súkkulaði fyrir sig, og helti í formin og lét inn í ískáp þar til það var orðið hart aftur.
Aðaltilraunin hér var að sjá hvort ég gæti fengið falleg konfekt úr þessum formunum, og viti menn..JÁ! Notaði fallegu hjartaformin mín, og þau foru Brilliant falleg…og gómsæt!
Brædda tobleronið var snilld, og var ég með eindæmum ánægð með þennan sigur!

Næst ætla ég að prufa að nota fyllingar eins og núggat, hnetur, súkkulaðifyllingu, gera tvískiptamola sem eru hvítir og brúnir.

Takið nú fram klakaformin og farið að gera konfekt ..sem er svo yndislega gómsætt ;)
Næst tek ég svo myndir af gómsætunum til að sýna
cilitra.com