Góð og einföld uppskrift við allra hæfi, þar sem skinkan fær að njóta sín með rjómasósu.

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 485 116 100
Fita 8 311 76 65
Kolvetni 2 36 8 7
Prótein 8 138 32 28
Trefjar 1

Undirbúningur 10 mín
Matreiðsla 70 mín
Einfaldleiki Meðal

Hráefni: Fyrir hve marga: 6

1 kg bayonne-skinka, SS

Rjómasósa
25 g ostur, gráðaostur
5 dl spínat
4 dl rjómi
3 stk vorlaukur
1¼ dl soð af skinkunni
1 msk ólífuolía
¼ tsk múskat, McCormick
pipar
salt


Undirbúningur
Byrjið á því að skera vorlaukinn fínt og spínatið í ræmur.

Matreiðsla
Setjið skinkuna í pott með köldu vatni. Hitið það að suðumarki og haldið þeim hita í 1 klst.

Sósa
Mýkið vorlaukinn í olíu í potti, en látið hann ekki brúnast. Bætið soðinu við og sjóðið það þar til það þykknar og verður sírópskennt. Setjið þá út í rjóma, spínat, gráðaost og múskat, og sjóðið þar til sósan fer að þykkna. Kryddið með salti og pipar.

Framreiðsla
Berið fram með grænmeti og kartöflustöppu.


<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe