Ég og stjúp systir mín vorum að búa til sósu fyrir humar sem var verið að elda, og hún kom út mjög vel. Þó að þetta sé ekki mjög nákvæmt, ákvað ég samt að gaman yrði að deila þessu.


Humarsósa Jóns og Steinunnar


2/5 af Rjómaosti með hvítlauksbragði
Smá slurk af Greip safa
Sítrónusafi úr 1 kreistri sítrónu
Smá hvítlauksolía með örlitlum hvítlauksögnum í
Slatti af Aromat, Sítrónupipar og hvítum pipar bætt út í
Heil túba af hvítlaukssmjöri
Örlítið Maldon salt



Gott er að hafa töfrasprota við hendina til að gera þetta að mauki. Penslið þessu við humarinn og grillið.

Ef þetta hefur komið áður, þá vissi ég það ekki, og bið fyrirgefningar.