Það er eflaust hægt að deila um það hvort Burger King eða McDonalds hamborgarar teljist til matar en ég hef samt verið að velta fyrir mér hvers vegna B.K. hefur ekki enn opnað hér á klakanum.

Sjálfur er ég ekki hrifinn af þessum skyndihamborgurum en af þeim sem maður hefur talað við virðast langflestir vera á því að B.K. séu margfalt betri en McD. Þessvegna finnst mér alveg furðulegt miðað við hvað McD. virðist ganga vel í landann að B.K. skuli ekki vera búið að opna hér.

Hvað finnst fólki?