Þetta eru ein bestu brownies sem ég hef smakkað, fékk suppskritina í bakstri í skólanum:

200 gr. súkkulaði
200 gr. brætt smjör
4 egg
4 dl. sykur
3-4 dl hnetukjarnar eða hvítt súkkulaði (má líka hafa bæði)
4 dl. hveiti
2 tsk. lyfitduf

Aðferð

1. Brytjið súkkulaðið og bræðið yfir vatnsbaði.
2. Þeytið eggin og sykurinn vel saman.
3. Brytjið hneturnar/hvíta súkkulaðið smátt og setjið út í eggjahræruna ásamt þurrefnunum, súkkulaðinu og bræddu smjörinu. (Smjörið og súkkulaðið má alls ekki vera of heitt.) Hrærið vel saman, en ekki of lengi.
4. Smyrjið deginu í ofnskúffu og bakið við 175°C í u.þ.b. 25 mín. neðst í ofninum.
5. Kælið kökuna og skerið niður í litla bita.

Ath! Það er eðlilegt að kakan sé frekar lin þegar búið er að baka hana, hún á eftir stífna.