Mér leiðist svo ég ákvað að skella hérna inn smá “uppskrift” af ávaxtasulli sem ég bý mér oft til. Það er samt eiginlega engin uppskrift … Þetta er mjög gott fyrir þá sem eru nammisjúkir en að reyna að bæta matarræðið.

- Maður þarf að eiga mixara fyrir þetta

- Fyrst kíkir maður í ávaxtakörfuna sína og sér hvaða ávextir eru að skemmast þar.

- Maður velur nokkra sem gætu passað saman (t.d. epli og bananar, appelsína og kíví passa ekki alltaf í þetta en það fer allt eftir smekk)

- Hreinsa og skera niður og mixa saman í mixaranum

- Þá er maður kominn með eitthvað svona ávaxtasull sem er hægt að drekka, boða með skeið eða hafa með ís, eða bara hvað sem ykkur dettur í hug.

- Ef maður vill hafa þetta hollt getur maður bætt kókosmjöli útí (mjög gott með banana) eða súkkulaði eða bara hverju sem manni dettur í hug til að bragðbæta.

- Önnur útgáfa af þessu er að setja skyr, jógúrt, ís eða mjólk með ávöxtunum.


Það er eiginlega hægt að gera það sem maður vill með þetta.

Ef þið prófið þetta, endilega setjið uppskriftir sem ykkur finnst góðar (þ.e. hvaða ávextir)

Mér finnst best að setja banana, epli og kókos. Svo er mjög gott að gera banana eða eplajógúrt/skyr.