Mamma mín hefur alltaf búið til þessar kökur og þær eru alveg rosalega góðar.

Hnetusmjörskökur


1 uppskrift ½ uppskrift


250 gr. hnetusmjör 125 gr. hnetusmjör
150 gr smjörlíki 75 gr. smjörlíki
200 gr. púðursykur 100 gr. púðursykur
200 gr. sykur 150 gr. sykur

Hnetusmjör, smjörlíki, púðursykur og sykur hrært vel í 20 mín., þar til það er létt og ljóst.

2 egg 1 egg
300 gr. hveiti 150 gr. hveiti
1 tsk. Salt ½ tsk. salt
2 tsk. natron 1 tsk. natron
vanilludropar vanilludropar

Þurrefnum og eggjum bætt út í og hrært vel saman. Sett með lítilli teskeið á plötu. Bakað við 200° í ca. 10 mín., eða þar til kökurnar eru ljósbrúnar.
Góðar stelpur fara til himna,