Rigningarkvöld á Hróarskelduhátíðinni nú í sumar römbuðum ég og vinur minn á Gringo Rum Bar og ákváðum að reyna að vakna smá.

Í röðinni sá ég þennan glæsilega drykk. Það var mikið af klaka í honum, hann var glær og það var lime á floti. Hvað meira vill maður? Ég spurði barþjóninn um hvað væri að ræða og hann lýsti drykknum af mikilli frásagnargleði og ég keypti umsvifalaust tvo tvöfalda Carapina eins og hann kallaði þá.

Fyrst skar hann sneið af lime í fjóra geira og setti í botninn á glasinu (plastglas reyndar) og kramdi. Svo bætti hann við smá sykri úr teskeið og kramdi meira. Næst kom hellingur af muldum klaka og svo kramið. Svo kom það sem allir hafa verið að bíða eftir, brasilískt sykurreirs brennivín. Bætt við röri, (skrautlegum) kokkteilpinna og lime bát. Drekkist, en varlega því þetta er bara brennivín!

Auðvitað varð ég að fá annan og næsti barþjón túði ekki á starf sitt sem verkefni frá Guði og hans drykkur var ekki nærri jafn góður.

Nú er bara spurningin, kannast einhver við svona sykurreirs brennivín og fæst það á klakanum okkar?