Nachos er svona líka frábær uppfinning, svona er mín útgáfa:

Poki af nachos snakki sem eru ekki með extra kryddi er settur í ofnskúffu og dreift vel. Svo eru flögurnar kryddaðar með chillidufti og smá papriku dufti. Síðan er rautt chili og jalapeno saxað smátt (ekki fræhreinsað) og dreift vel yfir allt saman. Síðan er hot salsa frá mariachi sett vel yfir allt saman ekki of og þannig að eitthvað smá fari yfir allt saman, síðan er guacamole dreift yfir alveg eins og salsa. Síðan skvettir maður hellinghelling af mozzarella yfir allt saman, kryddar aftur með chili og inn í ofn þar til ostur er bráðnaður
Nammi!