125 g Síríus suðusúkkulaði (konsum)


1 msk. Kaffiduft


1 ábætisskeið rjómi


1 ábætisskeið koníak, líkjör eða romm





Aðferð:


Brytjið suðusúkkulaðið smátt, setjið það í skál og bræðið í vatnsbaði. Hrærið kaffiduft, vín og rjóma saman við þegar súkkulaðið er bráðið. Takið skálina upp úr pottinum og hrærið þar til þetta er hérumbil kalt, þá er hægt að móta úr því jafnar kúlur. Hjúpið kúlurnar með súkkulaði þegar þær eru vel þurrar. Kælið og pakkið í glæran pappír.