eins margar kjúklingabringur og þú þarft
2 mexíkóostar

Þú skerð lítið gat (3-4cm), skerð mexíkoostinn í sneiðar og lætur sneiðarnar inn´í gatið og lokar fyrir með tannstöngli eða einhverju álíka. Þegar því er lokið steikiru bringurnar annaðhvort á pönnu eða á grilli í sirkar korter (eða þangað til bringurnar eru orðnar vel steiktar að innan).

Í sósuna notaru afgangs ostinn. Þú lætur hann í pott (gott er að brytja hann niður svo að það er fljótara að bráðna) svo læturu annaðhvort mjólk eða rjóma. og hrærir í þangað til þetta er orðið nokkurn veginn eins og sósa. Hún er best þegar hún er ennþá svolítið þykk. Passa þarf að osturinn brenni ekki í botninn.

Gott er að borða þetta með grænmeti og hrísgrjónum.

Njótið!