Geggjuð súkkulaðikaka með hindberjasósu!!! Þetta er frábær uppskrift sem ég rændi af bettycrocker.com en betty svíkur engan…

KAKA:
ca. 180-200gr súkkulaðispænir- grófur… má vel nota venjulegt súðusúkkulaði aðeins brytja það niður

1/2 bolli smjörlíki eða smjör

1/2 bolli hveiti

4 egg- aðskilin

1/2 bolli sykur

KREM:
90-100gr súkkulaðispænir

2 1/2 msk smjör eða smjörlíki

2 msk ljóst sýróp


1. hitið ofninn í 180°c

2. bræðið súkkulaðið og smjörið/líkið rólega saman undir vægum hita
kælið í 5 mín

3. blandið hveiti útí súkkulaðibráðið- hrærið

4. bætið útí eggjarauðum útí þangað til að það er vel blandað

5. stífþeytið eggjahvíturnar og bætið svo sykri útí rólega, lítið í einu

6. blandið báðum “skálum” varlega saman…

7. smyrjið form og hellið kökunni í, form sem er mátulegt… ca. 20x6 ferhyrnt eða 22.5x4 cm hringlótt en annars skiptir það ekki öllu bara að það passi…

8. blandið öllum efnum í kremi saman og hitið þangað til að súkkulaðið er bráðnað.. og setjið á kökuna þegar það er búið að kæla hana..



Hindberjasósan…

280gr frosin hindber eða fersk

1/4 bolli sykur

2 msk maíssterkja (má hugsanlega sleppa?)

einnig má bæta í 1-2 msk appelsínu eða hindberja líkjöri eftir smekk

1. afþýðið hindberin
2. takið allan safa að hindberjunum og bætið vatni við safann svo verði u.þ.b 1 bolli af vökva

3. blandið saman sykur og maíssterkju við vægan hita og blandið safa og berjum saman við og vitið að suðu og leyfið að sjóða í 1 mín. og hræið rólega á meðan…
Það má setja rest af sósunni í ískáp og geyma til betri tíma


Gott er að hafa einnig rjóma eða ís með…

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!!!!:D