Möndluhorn
16 stk.
100 g smjör
1½ dl rjómi eða mjólk
25 g ger
1½ matsk. sykur
¼ tsk salt
300 g hveiti
Fylling:
remonce af 50 g sætar möndlur
5 stk beiskar möndlur
50 g mjúkt smjör
50 g ljós púðursykur
1 tsk vanilla
Penslun:
hrært egg
Skraut:
möndluflísar

Bræða smjör og setja rjómann í. Mylja gerið í skál og hræra út með vökvanum. Setja í sykur, salt, egg og hveiti en geyma smávegis. Slá deigið vel í gegn og setja afganginn af hveitinu. Láta deigið hefa sig á volgum stað, um 40-60 mínútur. Skola möndlurnar og saxa þær smátt í blandara eða kvörn. Hræra smjör og sykur vel saman og setja í það möndlur og vanillu. Setja deigið á borð og hnoða það. Skipta því í 2 kúlur sem hver um sig er hnoður í hring sem svo skiptist í 8 þríhyrninga. Setja smávegis af möndlufyllingu á hvern þríhyrning og rúlla upp horninu. Láta svo eftirhefast í 30 mínútur. Pensla hornin og skreyta með möndluflísum.

Bökunartími: ca. 15 min. við 200° .
.