Svínastrimlar - tælenskur pottréttur

Innihald 1 matsk. sesamolía
2 laukar í þunnum sneiðum
1 rauður chili, án kjarna, hakkaður
½ kg. magurt svínakjöt í þunnum strimlum
100 g. púðursykur
1 1/4 dl. vatn
1 matsk. fiskisósa
1 búnt af steinselju, hakkað.

Hita olíu í þykkbotna potti. Bæta við lauk, chili og kjöti. Steikja við háan hita og hræra stöðugt í 5 mínútur.
Bæta við púðursykri, vatni og fiskisósu. Láta sjóða upp. Lækka hitann og láta réttinn malla með því að hræra í í um 10 mínútur þangað til sósan er orðin þykk.
Strá hakkaðri steinselju yfir.
skrifað hefur Salvor Gissurardottir 27.1.03
.