Karrýfiskur með hrísgrjónum (hitaeiningasnauður réttur)
Mjög góður fiskréttur

600 g. fiskflak, roð- og beinhreinsað
2 dl. hrísgrjón
2 dl. súrmjólk
4 msk. léttmajónes
2 tsk. karrý
salt
100 gr. nýjir eða niðursoðnir sveppir
3 msk. ostur, rifin
Aðferðin:
Sjóðið hrísgrjónin eftir leiðbeiningunum á umbúðum.
Hrærið saman súrmjólk, majónes, karrý og salt, (best er að hræra majónesið vel fyrst svo það komi ekki kekkir).
Setjið soðin hrísgrjónin í smurt, ofnfast fat. Skerið fiskinn í bita og raðið honum yfir hrísgrjónin og stráið salti yfir.
Sneiðið sveppina og dreifið þeim yfir fiskinn.
Hellið karrísósunni yfir réttinn.
Bakið í miðjum ofni við 200°C í 30-40 mínútur.
Stráið osti yfir réttinn og bakið áfram þar til osturinn hefur fengið fallegan lit.
Uppskriftin er fyrir fjóra.
.